Innlent

Landlæknir hyggst funda með Lyfjastofnun og Lyfjanefnd

Landlæknir hyggst funda með Lyfjastofnun ríkisins og lyfjanefnd um hvort taka eigi svefnlyfið Flunitrazepam af lyfjaskrá. Talið er að lyfið hafi ítrekað verið byrlað fólki og því síðan nauðgað. Verulega hefur dregið úr framvísunum lyfsins en landlæknir segir fulla ástæðu til að taka málið alvarlega.



Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Flunitrazipam og afleiðingar þess. Talið er að það hafi verið sett í glös hjá nokkrum fórnarlömbum nauðgana á skemmtistöðum borgarinnar. Minnisleysi og almennt rænuleysi fylgir notkun lyfsins og er það meðal annars notað á sjúkrahúsum til að hjálpa fólki að slaka á fyrir aðgerð. Þess hefur verið farið á leit við Lyfjastofnun að lyfið verði tekið af lyfjaskrá. Matthías Halldórsson landlæknir ætlar að funda með lyfjastofnun og lyfjanefnd eftir helgi.



Matthías segir eldra fólk mikið nota lyfið en því sé ekki framvísað til yngra fólks vegna orðsporsins sem það hafi. Hins vegar sé ekki alltaf hægt að sanna það að fullu þar sem lyfið fari fljótt úr líkamanum. Matthías lítur málið alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×