Innlent

Koma verður á fót upplýsingskrifstofu um norðurskautið hjá ESB

Karl V. Matthíasson er nýr formaður Vestnorræna ráðsins.
Karl V. Matthíasson er nýr formaður Vestnorræna ráðsins.

Koma verður á fót upplýsingaskrifstofu um norðurskautið hjá Evrópusambandinu til þess að koma upplýsingum um vandamál tengd norðurskautinu þar á framfæri. Þetta er meðal áyktana sem samþykktar voru á ársþingi Vestnorræna ráðsins sem haldin var í Nuuk á Grænlandi í vikunni.

Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar eiga aðild að ráðinu og var Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, kjörinn formaður ráðsins á þinginu.

Ráðið samþykkti einnig að beina því til ríkis- og landsstjórna Íslands, Færeyja og Grænlands að auka og styrkja samvinnu við ríki á Norður-Atlantshafi í tengslum við öryggismál á norðurhöfum, með sérstaka áherslu á björgunarmál. Þá voru þjóðirnar þrjár hvattar til að efna til sameiginlegrar björgunaræfinga í tengslum hugsanleg stórslys á Norður-Atlantshafi.

Búið verði til kennsluefni um jafnrétti

Haft er eftir Karli V. Matthíassyni í tilkynningu frá ráðinu að auka þurfi rannsóknir á fiskistofnum á svæðunum í kringum Ísland, Grænland og Færeyjar svo vísindamenn í löndunum geti borið betur saman rannsóknarniðurstöður sínar.

Þá voru jafnfréttismál einnig á dagskránni hjá Vestnorræna ráðinu en þar voru ríkis- og landsstjórnirnar hvattar til að búa til kennsluefni um mannréttindi og jafnrétti á norðurslóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×