Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur áfram frjálsu falli sínu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið er nú í 117. sæti listans ásamt Súdan og hefur aldrei verið eins lágt á listanum og nú. Liðið hefur fallið um átta sæti frá síðasta lista og 24 sæti frá áramótum.
Íslenska landsliðið leikur vináttulandsleik gegn Kanadamönnum á Laugardalsvelli í kvöld og gæti mögulega unnið sinn fyrsta leik síðan 2. september í fyrra þegar liðið bar sigurorð af Norður Írum í Belfast.