Innlent

Deilur um Hornafjarðarveg

Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins.

Hópurinn krefst þess að matsáæltun vegna umhverfismats lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felld úr gildi og að tvær nýjar veglínur verði teknar inní áætlunina og metnar til jafns við þær þrjár sem Vegagerðin lagði til. Aðeins þær línur sem fara í umhverfismat koma til greina þegar endanleg ákvörðun um vegstæðið verður tekin.

Að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is þá hefur Karl Axelsson lögfræðingur hópsins gagnrýnt að þessir kostir væru ekki teknir til skoðunar og taldi að það samræmdist ekki markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum að meta ekki alla raunhæfa kosti. Haft er eftir Stefáni Erlendssyni, lögfræðingi Vegagerðarinnar að hann sé ekki sammála því að tillögur hópsins séu raunhæfir kostir því þær samrýmist ekki meginmarkmiðum framkvæmdarinnar um styttingu hringvegarins og umferðaröryggi.

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×