Enski boltinn

Newcastle og Chelsea á eftir Cannavaro

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Cannavaro á æfingu með Real Madrid.
Cannavaro á æfingu með Real Madrid. NordicPhotos/GettyImages

Ensku Úrvalsdeildarliðin Chelsea og Newcastle eru nú að berjast um þjónustu Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, en þessar fréttir koma í kjölfar þess að nýr þjálfari Real, Bernd Schuster, hefur sagt að ekki væri þörf fyrir Cannavaro lengur hjá liðinu.

Real hefur styrkt varnarlínu sína í sumar með því að fá til sín Pepe frá Porto fyrir 19 milljónir punda og einnig Cristoph Metzelder sem var með lausan samning frá Dortmund. Cannavaro hefur einnig verið orðaður við endurkomu í Juventus en forráðamenn liðsins hafa neitað því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×