Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð 16. maí 2007 19:09 Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira