Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn 24. apríl 2007 18:30 Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira