Enski boltinn

Benitez neitar orðrómi um Torres

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á framherjanum Fernando Torres. Þessar sögusagnir gengu fjöllunum hærra í gær eftir slagorðið "You never walk alone" sást prentað á fyrirliðabandið hans hjá Atletico. Þetta er nafnið á þemalagi Liverpool-liðsins.

"Þetta er frægt slagorð um allan heim og hann er eflaust ekki eini leikmaðurinn sem þykir þetta skemmtilegt slagorð," sagði Benitez, en bætti við að vissuelga hefði Liverpool áhuga á því að fá Torres í sínar herbúðir. "Já, við værum til í að fá hann hingað - hann og 135 aðra leikmenn um víða veröld," sagði Benitez léttur í bragði þegar hann var spurður um áhuga Liverpool á framherjanum knáa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×