Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu 16. apríl 2007 18:58 Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira