Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu 16. apríl 2007 18:58 Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum. Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira