Icelandair sektað um 190 milljónir fyrir skaðlega undirverðlagningu 30. mars 2007 14:56 MYND/Anton Brink Samkeppniseftirlitið hefur sektað Icelandair um 190 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. Eftir því sem fram kemur í úrskurði eftirlitsins átti brotið sér stað á árinu 2004 þegar Icelandair bauð netfargjöld, svokallaða Netsmelli að upphæð 16.900 kr., í miklu magni til umræddra áfangastaða á verði sem ekki stóð undir kostnaði. Um er að ræða skaðlega undirverðlagningu í skilningi samkeppnislaga. Icelandair bauð umrædd ólögmæt netfargjöld u.þ.b. einu ári eftir að Iceland Express hóf áætlunarflug á milli umræddra áfangastaða í samkeppni við Icelandair. Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni gert Icelandair að greiða 190 milljónir króna sekt í ríkissjóð. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má rekja til þess að snemma ársins 2003 hóf lágfargjaldafélagið Iceland Express samkeppni við Icelandair í flugi á flugleiðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar og á milli Keflavíkur og London. Icelandair brást við með því að bjóða mun lægri fargjöld en áður höfðu verið í boði hjá félaginu á umræddum tveimur flugleiðum, svokallaða Vorsmelli að upphæð 14.900 kr. Iceland Express kvartaði við samkeppnisyfirvöld vegna Vorsmella Icelandair sem væru boðnir til að koma í veg fyrir að félagið næði fótfestu á markaðnum. Samkeppnisráð og síðar áfrýjunarnefnd samkeppnismála komust að þeirri niðurstöðu á árinu 2003 að umrædd fargjöld hefðu falið í sér skaðlega undirverðlagningu sem hefði verið misnotkun Icelandair á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Icelandair um 190 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. Eftir því sem fram kemur í úrskurði eftirlitsins átti brotið sér stað á árinu 2004 þegar Icelandair bauð netfargjöld, svokallaða Netsmelli að upphæð 16.900 kr., í miklu magni til umræddra áfangastaða á verði sem ekki stóð undir kostnaði. Um er að ræða skaðlega undirverðlagningu í skilningi samkeppnislaga. Icelandair bauð umrædd ólögmæt netfargjöld u.þ.b. einu ári eftir að Iceland Express hóf áætlunarflug á milli umræddra áfangastaða í samkeppni við Icelandair. Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni gert Icelandair að greiða 190 milljónir króna sekt í ríkissjóð. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má rekja til þess að snemma ársins 2003 hóf lágfargjaldafélagið Iceland Express samkeppni við Icelandair í flugi á flugleiðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar og á milli Keflavíkur og London. Icelandair brást við með því að bjóða mun lægri fargjöld en áður höfðu verið í boði hjá félaginu á umræddum tveimur flugleiðum, svokallaða Vorsmelli að upphæð 14.900 kr. Iceland Express kvartaði við samkeppnisyfirvöld vegna Vorsmella Icelandair sem væru boðnir til að koma í veg fyrir að félagið næði fótfestu á markaðnum. Samkeppnisráð og síðar áfrýjunarnefnd samkeppnismála komust að þeirri niðurstöðu á árinu 2003 að umrædd fargjöld hefðu falið í sér skaðlega undirverðlagningu sem hefði verið misnotkun Icelandair á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira