Krónikan hættir og seld til DV 29. mars 2007 18:39 Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu DV er kaupverðið trúnaðarmál og hefur öllu starfsfólki Krónikunnar verið að boðið að ganga til liðs við blaðið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ritstjóri Krónikunnar verður umsjónarmaður helgarútgáfu DV og Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar verður sölu-og auglýsingastjóri blaðsins. Krónikan kom fyrst út um miðjan febrúar síðastliðinn og hafa sjö tölublöð verið gefin út. „Við sáum bara tækifæri í því að sameina krafta okkar. Það er betra að gera þetta sameinað en í sitthvoru horninu. Það er erfitt að reka sjálfstæðan fjölmiðil á Íslandi og ég held að þetta hafi verið rétta skrefið," segir Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar. Hann segir blendnar tilfinningar hjá starfsfólki Krónikunnar. Það hafi lagt mikið á sig til að gera gott blað og óvíst sé hvort allir fari yfir á DV. Ritstjóri Krónikunnar lýsti því yfir að þörf væri fyrir fjölmiðil á borð við blaðið á íslenskum markaði. Mistókst sú tilraun að mati Valdimars ? „Ég held að það hafi tekist að gera góðan fjölmiðil og gott blað sem átti erindi við fólk. Það er bara erfitt að reka blað svona eitt og sér í hörðu samkeppnisumhverfi eins og það er í dag. Þannig að því leytinu til mætti segja að það hafi mistekist en Krónikan gæti lifað áfram. Jafnvel sem fylgirit DV en allt er óráðið í þeim efnum," segir Valdimar. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu DV er kaupverðið trúnaðarmál og hefur öllu starfsfólki Krónikunnar verið að boðið að ganga til liðs við blaðið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ritstjóri Krónikunnar verður umsjónarmaður helgarútgáfu DV og Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar verður sölu-og auglýsingastjóri blaðsins. Krónikan kom fyrst út um miðjan febrúar síðastliðinn og hafa sjö tölublöð verið gefin út. „Við sáum bara tækifæri í því að sameina krafta okkar. Það er betra að gera þetta sameinað en í sitthvoru horninu. Það er erfitt að reka sjálfstæðan fjölmiðil á Íslandi og ég held að þetta hafi verið rétta skrefið," segir Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar. Hann segir blendnar tilfinningar hjá starfsfólki Krónikunnar. Það hafi lagt mikið á sig til að gera gott blað og óvíst sé hvort allir fari yfir á DV. Ritstjóri Krónikunnar lýsti því yfir að þörf væri fyrir fjölmiðil á borð við blaðið á íslenskum markaði. Mistókst sú tilraun að mati Valdimars ? „Ég held að það hafi tekist að gera góðan fjölmiðil og gott blað sem átti erindi við fólk. Það er bara erfitt að reka blað svona eitt og sér í hörðu samkeppnisumhverfi eins og það er í dag. Þannig að því leytinu til mætti segja að það hafi mistekist en Krónikan gæti lifað áfram. Jafnvel sem fylgirit DV en allt er óráðið í þeim efnum," segir Valdimar.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira