Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur 28. mars 2007 18:15 Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um tæplega fimm hundruð í fyrra frá 2005. Fjöldi þeirra var 3.167 í fyrra en 2.682 árið 2005. Fjöldi barna sem tilkynnt var um jókst hins vegar ekki mikið. Í fyrra var tilkynnt um 1647 börn en árið 2005 var tilkynnt um 1629. Steinunn Bergmann framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir vaxandi vitund hjá fólki, skýringuna á því af hverju tilkynningum hefur fjölgað. Vanræksla sé stærsti málaflokkurinn sem tilkynnt sé um. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að einstaklingur hafi reynt án árangurs að ná í Barnavernd svo dögum skipti vegna barns, sem varð fyrir heimilisofbeldi. Steinunn segir álagið stundum mjög mikið á símanum og það þurfi að skoða nánar, nái fólk ekki sambandi við Barnaverndina. Tuttugu manns sem þar starfi hafi yfir fjörutíu mál á sinni könnu og þurfi stöðugt að forgangsraða verkefnum eftir alvarleika málanna. Það megi lítið út af bregða ef veikindi komi upp. Náist ekki í Barnavernd Reykjavíkur er einnig hægt að hringja þjónustuver Reykjavíkurborgar í 411-1111 . Telji fólk börn í verulegri hættu eigi það hiklaust að hringja í neyðarnúmer lögreglunnar 112. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um tæplega fimm hundruð í fyrra frá 2005. Fjöldi þeirra var 3.167 í fyrra en 2.682 árið 2005. Fjöldi barna sem tilkynnt var um jókst hins vegar ekki mikið. Í fyrra var tilkynnt um 1647 börn en árið 2005 var tilkynnt um 1629. Steinunn Bergmann framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir vaxandi vitund hjá fólki, skýringuna á því af hverju tilkynningum hefur fjölgað. Vanræksla sé stærsti málaflokkurinn sem tilkynnt sé um. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að einstaklingur hafi reynt án árangurs að ná í Barnavernd svo dögum skipti vegna barns, sem varð fyrir heimilisofbeldi. Steinunn segir álagið stundum mjög mikið á símanum og það þurfi að skoða nánar, nái fólk ekki sambandi við Barnaverndina. Tuttugu manns sem þar starfi hafi yfir fjörutíu mál á sinni könnu og þurfi stöðugt að forgangsraða verkefnum eftir alvarleika málanna. Það megi lítið út af bregða ef veikindi komi upp. Náist ekki í Barnavernd Reykjavíkur er einnig hægt að hringja þjónustuver Reykjavíkurborgar í 411-1111 . Telji fólk börn í verulegri hættu eigi það hiklaust að hringja í neyðarnúmer lögreglunnar 112.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira