Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF 25. mars 2007 12:02 Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna. Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna.
Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira