Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ 19. mars 2007 18:30 Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira