Hæstiréttur staðfesti frávísun 16. mars 2007 19:36 Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira