Fótbolti

Ísland vann Kína 4-1 í Portúgal

Hólmfríður Magnúsdóttir, sem skoraði glæsilega þrennu í 5-1 gegn Portúgal í fyrradag.
Hólmfríður Magnúsdóttir, sem skoraði glæsilega þrennu í 5-1 gegn Portúgal í fyrradag.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Kínverja 4:1 í Portúgal í morgun. Leikið var um níunda sætið í Algarve bikarnum. Mörk Íslands skoruðu Dóra María Lárusdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir, eitt mark hvor og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoraði seinni mörkin tvö áður en Kínverjar náðu að svara með einu marki í leikslok.

Kínverska liðið er í níunda sæti styrkleikalista FIFA en íslenska kvennalandsliðið hafði aldrei spilað við Kína áður.

Danir og Bandaríkjamenn leika til úrslita í mótinu síðar í dag og Svíar og Frakkar um þriðja sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×