Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð 13. mars 2007 18:30 Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira