Launaleynd hugsanlega aflétt 7. mars 2007 18:50 Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira