Upp í kok af álkjaftæði 18. febrúar 2007 18:17 Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum." Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum."
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira