Innlent

Þjónustuhöfn fyrir Austur Grænland á Ísafirði

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að auknum umsvifum og þjónustu Ísafjarðarhafnar, meðal annars með því að efla höfnina sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland.

Samþykkt hefur verið að atvinnumálanefnd og hafnarstjórn bæjarins vinni tillögur sem fyrst um málið. Kannaðir verða möguleikar á að umskipunarhöfn fyrir siglingar í norðurhöfum verði staðsett á Vestfjörðum. Markmiðið er að skapa ný tækifæri fyrir viðskipti og skipaumferð.

Þetta kemur fram á vefnum Bæjarins Bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×