Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum 13. febrúar 2007 18:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira