Of seint að læra að prjóna 7. febrúar 2007 20:15 Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira