Heyrnleysingjaskólinn - helvíti á jörð 13. janúar 2007 18:51 Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt". Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt".
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira