Fjarlægjumst enn norrænt matarverð 9. janúar 2007 18:41 Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira