Innlent

Varað við barnaníðingi á Akureyri

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki.

Drengirnir létu báðir vita og mun lögregla vera á slóð mannsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Foreldrar barna í Síðuskóla hafa verið beðnir um það að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíla hjá ókunnugum og láta vita ef slíkt er í boði.

Aðeins eru tveir mánuðir síðan lögreglan á Akureyri handtók mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára stelpu í bænum. Maðurinn játaði á sig brot gagnvart stelpunni en var sleppt að því loknu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×