Tveir dvergkafbátar seldir 8. janúar 2007 19:15 Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira