Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa 6. janúar 2007 18:30 Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður. Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira