Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant 5. janúar 2007 20:30 Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira