Innlent

Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut

MYND/Guðmundur

Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur.

Nokkru áður voru tveir piltar um tvítugt teknir fyrir hraðakstur. Annar var stöðvaður á Kringlumýrarbraut á 130 km hraða en hinn á Hafnarfjarðarvegi á 120. Á umræddum stöðum er leyfður hámarkshraði 80. Allmargir ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í gær en nær allir þeirra óku á yfir 100 km hraða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×