Innlent

Lögregla leitar manns í Hafnarfirði

MYND/Valli

Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf.

Þegar leið á nóttina var farið að óttast um hann og undir morgun voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til leitar. Beinist hún í fyrstu að Hafnarfirði og nágrenni. Ekkert hefur heldur sést til bílsins eða hundana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×