Innlent

Lögregluumdæmum fækkar úr 26 í 15

Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu nú um áramótin og verða nú sjö lykilembætti á landinu en hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir.

Alþingi samþykkti breytingar á lögreglulögum á síðasta ári og tóku þau gildi nú um áramótin. Lögregluumdæmin voru 26 talsins en eru fimmtán eftir breytingarnar.

Sjö lykilembætti með sérstakar rannsóknardeildir verða á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Selfossi og á Suðurnesjum. Lögreglustöðvum verður ekki fækkað en lögreglustjórar verða færri.

Á höfuðborgarsvæðinu var Stefán Eiríksson ráðinn lögreglustjóri og er sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri Suðurnesja.

Sýslumenn hinna lykilembættanna verða lögreglustjórar í þeim umdæmum en sýslumenn á minni stöðum innan þeirra munu áfram gegna sínum störfum að fráskildu starfi lögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytniu hafa breytingarnar gengið vel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×