Innlent

Minningarathafnir um hundinn Lúkas

Minningarathafnir um hundinn Lúkas voru haldnar bæði í Reykjavík og á Akureyri í gærkvöldi. Grunur leikur á að hópur unglingspilta hafi rænt hundinum og murkað úr honum lífið.

Í gær var Lúkasar minnst og kertum fleytt við Geirsnef í Reykjavík og hjá Blómavali í Akureyri. Hópurinn vildi með athöfnunum skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir að ofbeldi gegn dýrum viðgangist.

Hundurinn Lúkas slapp frá eiganda sínum í lok maí. Eigandinn fékk svo fréttir af því í fyrradag að vitni hefði orðið að því þegar piltar á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs hefðu misþyrmt honum. Piltarnir voru staddir á bílahátíð sem haldin var á Akureyri helgina 15. til 17. júní. Vitnið segir þá hafa sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þar til hann hætti að öskra en vitnið taldi hann þá dauðan.

Fréttir meintum misþyrmingum piltanna á Lúkasi hafa víða vakið hörð viðbrögð og hefur eigandi hans kært drápið til lögreglunnar á Akureyri, sem rannsakar nú málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×