Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:53 Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira