Innlent

Glíma við hryðjuverkasprengjur á sprengjueyðingaræfingu

Menn þurfa að vera í hlífðarbúningum þegar þeir glíma við sprengjurnar.
Menn þurfa að vera í hlífðarbúningum þegar þeir glíma við sprengjurnar.

Sprengjusérfæðingar hvaðanæva úr heiminum eru staddir hér á landi um þessar mundir til þess að taka þátt í sprengjueyðingaræfingunni Northern Challenge 2007 sem hófst í morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að hún skipuleggi æfinguna með styrk frá Atlantshafsbandalaginu. Æfingin fer fram innan og við nýja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og reyna sprengjusérfræðingarnir sig við það allra nýjasta í faginu.

Áhersla er lögð á hryðjuverkasprengjur en á æfingunni eru sprengjusérfræðingar sem hafa starfað í Írak, Afganistan og fleiri stríðshrjáðum löndum. Æfingin stendur fram til 7. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×