Veröld Sindra Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 10. desember 2007 13:33 Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. Það er GK Reykjavík sem styrkir fjölskyldu Sindra um 50 þúsund krónur, auk þess sem Vísir leggur til sömu upphæð. Almenningur getur einnig lagt fjölskyldunni lið með því að leggja inn á reikning Sindra hér fyrir neðan. Sindri er með þrjú æxli í heila sem ekki er hægt að skera og eitt þeirra þrýstir svo á sjóntaugar að hann er orðinn blindur. Hann lætur þó ekki deigann síga, reis upp úr hjólastól eftir erfið veikindi á síðasta ári og gengur nú með blindrastaf. Hann hefur sýnt að jákvæðni, lífsgleði og húmor hefur átt sinn þátt í því að honum vegnar vel þrátt fyrir mikla fötlun. Hann kvartar yfirleitt ekki og er ekki að spá í hvort hann sé öðruvísi en aðrir. Sindri hóf nám í Brekkubæjarskóla sex ára gamall og er þar í sérdeild ásamt fjórum öðrum börnum sem eru bestu vinir hans. Halldóra Garðarsdóttir umsjónarkennari Sindra segir að sjónin hafi verið þokkaleg þegar hann hóf nám og þá hafi verið rætt hvort hann ætti að læra almenna stafrófið, eða blindraletur. Blindraletrið varð ofan á og nýtist honum því vel í dag þegar hann er orðinn blindur. Halldóra segist ekki hafa búist við að hann myndi ná jafn langt og hann hefur gert, og að hægt væri að gera eins miklar kröfur til hans og kennararnir geri. Hann gerir meðal annars heimanám á sérstaka blindraletursritvél. Veikindin hafa haft mikil áhrif á foreldra og fjölskyldu Sindra. Móðir hans, Guðleif Hallgrímsdóttir, hefur sem dæmi ekki getað unnið úti frá fæðingu hans vegna veikindanna, en hún var 19 ára þegar Sindri fæddist. Garðari Garðarssyni föður Sindra hefur ekki tekist að klára húsasmíðanám sem hann hóf fyrir fæðingu drengsins. Fjölskyldan þurfti að flytja í stærra og dýrara húsnæði á einni hæð en áður voru þau í gömlu húsnæði á þremur hæðum sem hentaði Sindra mjög illa. Þá þurfti að kaupa sérútbúinn bíl þegar Sindri var í hjólastól eftir veikindin 2006. Með sérstakri blindraleturstölvu myndu möguleikar Sindra á námi og tómstundum aukast, auk þess sem hann hefði kost á mun meiri afþreyingu en nú er, og það án aðstoðar frá öðrum. Tölvan er þó ekki á allra færi að kaupa, því hún kostar tæplega eina milljón. Þetta er tölva með blindraletursskjá sem lesinn er með höndunum. Þá er einnig hægt að skrifa með blindraletri á tölvuna. Þar sem Sindri er nokkuð félagslega einangraður utan skólans myndi slík tölva vera kjörin afþreying fyrir hann heima. En öllum sem þekkja til ber saman um að Sindri hafi húmor og æðruleysi gagnvart veikindum sínum. Faðir hans segir sjúkrahúsdvölina á síðasta ári endurspegla það; "Hann sagði læknunum til dæmis sömu brandarana aftur og aftur þegar hann var sem veikastur," segir Garðar. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið yfir jólin og hjálpa til við tölvukaupin geta lagt inn á reikning 0552-14-602647, kt. 280297-3489. Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. Það er GK Reykjavík sem styrkir fjölskyldu Sindra um 50 þúsund krónur, auk þess sem Vísir leggur til sömu upphæð. Almenningur getur einnig lagt fjölskyldunni lið með því að leggja inn á reikning Sindra hér fyrir neðan. Sindri er með þrjú æxli í heila sem ekki er hægt að skera og eitt þeirra þrýstir svo á sjóntaugar að hann er orðinn blindur. Hann lætur þó ekki deigann síga, reis upp úr hjólastól eftir erfið veikindi á síðasta ári og gengur nú með blindrastaf. Hann hefur sýnt að jákvæðni, lífsgleði og húmor hefur átt sinn þátt í því að honum vegnar vel þrátt fyrir mikla fötlun. Hann kvartar yfirleitt ekki og er ekki að spá í hvort hann sé öðruvísi en aðrir. Sindri hóf nám í Brekkubæjarskóla sex ára gamall og er þar í sérdeild ásamt fjórum öðrum börnum sem eru bestu vinir hans. Halldóra Garðarsdóttir umsjónarkennari Sindra segir að sjónin hafi verið þokkaleg þegar hann hóf nám og þá hafi verið rætt hvort hann ætti að læra almenna stafrófið, eða blindraletur. Blindraletrið varð ofan á og nýtist honum því vel í dag þegar hann er orðinn blindur. Halldóra segist ekki hafa búist við að hann myndi ná jafn langt og hann hefur gert, og að hægt væri að gera eins miklar kröfur til hans og kennararnir geri. Hann gerir meðal annars heimanám á sérstaka blindraletursritvél. Veikindin hafa haft mikil áhrif á foreldra og fjölskyldu Sindra. Móðir hans, Guðleif Hallgrímsdóttir, hefur sem dæmi ekki getað unnið úti frá fæðingu hans vegna veikindanna, en hún var 19 ára þegar Sindri fæddist. Garðari Garðarssyni föður Sindra hefur ekki tekist að klára húsasmíðanám sem hann hóf fyrir fæðingu drengsins. Fjölskyldan þurfti að flytja í stærra og dýrara húsnæði á einni hæð en áður voru þau í gömlu húsnæði á þremur hæðum sem hentaði Sindra mjög illa. Þá þurfti að kaupa sérútbúinn bíl þegar Sindri var í hjólastól eftir veikindin 2006. Með sérstakri blindraleturstölvu myndu möguleikar Sindra á námi og tómstundum aukast, auk þess sem hann hefði kost á mun meiri afþreyingu en nú er, og það án aðstoðar frá öðrum. Tölvan er þó ekki á allra færi að kaupa, því hún kostar tæplega eina milljón. Þetta er tölva með blindraletursskjá sem lesinn er með höndunum. Þá er einnig hægt að skrifa með blindraletri á tölvuna. Þar sem Sindri er nokkuð félagslega einangraður utan skólans myndi slík tölva vera kjörin afþreying fyrir hann heima. En öllum sem þekkja til ber saman um að Sindri hafi húmor og æðruleysi gagnvart veikindum sínum. Faðir hans segir sjúkrahúsdvölina á síðasta ári endurspegla það; "Hann sagði læknunum til dæmis sömu brandarana aftur og aftur þegar hann var sem veikastur," segir Garðar. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið yfir jólin og hjálpa til við tölvukaupin geta lagt inn á reikning 0552-14-602647, kt. 280297-3489.
Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00