Veröld Sindra Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 10. desember 2007 13:33 Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. Það er GK Reykjavík sem styrkir fjölskyldu Sindra um 50 þúsund krónur, auk þess sem Vísir leggur til sömu upphæð. Almenningur getur einnig lagt fjölskyldunni lið með því að leggja inn á reikning Sindra hér fyrir neðan. Sindri er með þrjú æxli í heila sem ekki er hægt að skera og eitt þeirra þrýstir svo á sjóntaugar að hann er orðinn blindur. Hann lætur þó ekki deigann síga, reis upp úr hjólastól eftir erfið veikindi á síðasta ári og gengur nú með blindrastaf. Hann hefur sýnt að jákvæðni, lífsgleði og húmor hefur átt sinn þátt í því að honum vegnar vel þrátt fyrir mikla fötlun. Hann kvartar yfirleitt ekki og er ekki að spá í hvort hann sé öðruvísi en aðrir. Sindri hóf nám í Brekkubæjarskóla sex ára gamall og er þar í sérdeild ásamt fjórum öðrum börnum sem eru bestu vinir hans. Halldóra Garðarsdóttir umsjónarkennari Sindra segir að sjónin hafi verið þokkaleg þegar hann hóf nám og þá hafi verið rætt hvort hann ætti að læra almenna stafrófið, eða blindraletur. Blindraletrið varð ofan á og nýtist honum því vel í dag þegar hann er orðinn blindur. Halldóra segist ekki hafa búist við að hann myndi ná jafn langt og hann hefur gert, og að hægt væri að gera eins miklar kröfur til hans og kennararnir geri. Hann gerir meðal annars heimanám á sérstaka blindraletursritvél. Veikindin hafa haft mikil áhrif á foreldra og fjölskyldu Sindra. Móðir hans, Guðleif Hallgrímsdóttir, hefur sem dæmi ekki getað unnið úti frá fæðingu hans vegna veikindanna, en hún var 19 ára þegar Sindri fæddist. Garðari Garðarssyni föður Sindra hefur ekki tekist að klára húsasmíðanám sem hann hóf fyrir fæðingu drengsins. Fjölskyldan þurfti að flytja í stærra og dýrara húsnæði á einni hæð en áður voru þau í gömlu húsnæði á þremur hæðum sem hentaði Sindra mjög illa. Þá þurfti að kaupa sérútbúinn bíl þegar Sindri var í hjólastól eftir veikindin 2006. Með sérstakri blindraleturstölvu myndu möguleikar Sindra á námi og tómstundum aukast, auk þess sem hann hefði kost á mun meiri afþreyingu en nú er, og það án aðstoðar frá öðrum. Tölvan er þó ekki á allra færi að kaupa, því hún kostar tæplega eina milljón. Þetta er tölva með blindraletursskjá sem lesinn er með höndunum. Þá er einnig hægt að skrifa með blindraletri á tölvuna. Þar sem Sindri er nokkuð félagslega einangraður utan skólans myndi slík tölva vera kjörin afþreying fyrir hann heima. En öllum sem þekkja til ber saman um að Sindri hafi húmor og æðruleysi gagnvart veikindum sínum. Faðir hans segir sjúkrahúsdvölina á síðasta ári endurspegla það; "Hann sagði læknunum til dæmis sömu brandarana aftur og aftur þegar hann var sem veikastur," segir Garðar. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið yfir jólin og hjálpa til við tölvukaupin geta lagt inn á reikning 0552-14-602647, kt. 280297-3489. Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. Það er GK Reykjavík sem styrkir fjölskyldu Sindra um 50 þúsund krónur, auk þess sem Vísir leggur til sömu upphæð. Almenningur getur einnig lagt fjölskyldunni lið með því að leggja inn á reikning Sindra hér fyrir neðan. Sindri er með þrjú æxli í heila sem ekki er hægt að skera og eitt þeirra þrýstir svo á sjóntaugar að hann er orðinn blindur. Hann lætur þó ekki deigann síga, reis upp úr hjólastól eftir erfið veikindi á síðasta ári og gengur nú með blindrastaf. Hann hefur sýnt að jákvæðni, lífsgleði og húmor hefur átt sinn þátt í því að honum vegnar vel þrátt fyrir mikla fötlun. Hann kvartar yfirleitt ekki og er ekki að spá í hvort hann sé öðruvísi en aðrir. Sindri hóf nám í Brekkubæjarskóla sex ára gamall og er þar í sérdeild ásamt fjórum öðrum börnum sem eru bestu vinir hans. Halldóra Garðarsdóttir umsjónarkennari Sindra segir að sjónin hafi verið þokkaleg þegar hann hóf nám og þá hafi verið rætt hvort hann ætti að læra almenna stafrófið, eða blindraletur. Blindraletrið varð ofan á og nýtist honum því vel í dag þegar hann er orðinn blindur. Halldóra segist ekki hafa búist við að hann myndi ná jafn langt og hann hefur gert, og að hægt væri að gera eins miklar kröfur til hans og kennararnir geri. Hann gerir meðal annars heimanám á sérstaka blindraletursritvél. Veikindin hafa haft mikil áhrif á foreldra og fjölskyldu Sindra. Móðir hans, Guðleif Hallgrímsdóttir, hefur sem dæmi ekki getað unnið úti frá fæðingu hans vegna veikindanna, en hún var 19 ára þegar Sindri fæddist. Garðari Garðarssyni föður Sindra hefur ekki tekist að klára húsasmíðanám sem hann hóf fyrir fæðingu drengsins. Fjölskyldan þurfti að flytja í stærra og dýrara húsnæði á einni hæð en áður voru þau í gömlu húsnæði á þremur hæðum sem hentaði Sindra mjög illa. Þá þurfti að kaupa sérútbúinn bíl þegar Sindri var í hjólastól eftir veikindin 2006. Með sérstakri blindraleturstölvu myndu möguleikar Sindra á námi og tómstundum aukast, auk þess sem hann hefði kost á mun meiri afþreyingu en nú er, og það án aðstoðar frá öðrum. Tölvan er þó ekki á allra færi að kaupa, því hún kostar tæplega eina milljón. Þetta er tölva með blindraletursskjá sem lesinn er með höndunum. Þá er einnig hægt að skrifa með blindraletri á tölvuna. Þar sem Sindri er nokkuð félagslega einangraður utan skólans myndi slík tölva vera kjörin afþreying fyrir hann heima. En öllum sem þekkja til ber saman um að Sindri hafi húmor og æðruleysi gagnvart veikindum sínum. Faðir hans segir sjúkrahúsdvölina á síðasta ári endurspegla það; "Hann sagði læknunum til dæmis sömu brandarana aftur og aftur þegar hann var sem veikastur," segir Garðar. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið yfir jólin og hjálpa til við tölvukaupin geta lagt inn á reikning 0552-14-602647, kt. 280297-3489.
Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00