Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu 26. apríl 2007 16:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira