Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Gunnar Valþórsson skrifar 8. nóvember 2007 11:28 Leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. MYND/Vilhelm Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. „Ég veit ekki hvað menn ættu að vera hræddir við. Ég hef keyrt leigubíl í átta ár og lendi aldrei í vandræðum í miðbænum á nóttinni," segir Lúðvík og bætir því við að hann lenti miklu frekar í vandræðum með kúnna í úthverfum borgarinnar. „Ég held að þeir sem tala hæst um slæmt ástand í miðbænum viti einfaldlega ekkert hvað gerist á götunni." Lúðvík segir leigubílstjóra einfaldlega vera mannlega og þeir séu ekkert öðruvísi en annað fólk með það að þeir vilji helst ekki vinna næturvinnu um helgar ef þeir komast hjá því. „Ég keyri reyndar allar helgar því ég vil þjónusta þetta fólk. Flestir hugsa þetta hins vegar þannig að ef þeir þurfa ekki að keyra um helgar þá sleppa þeir því bara." Þá segir Lúðvík að gott atvinnuástand geri það að verkum að erfiðlega gangi að fá menn í afleysingar á bílana um helgar þannig að færri bílar séu á ferðinni. Að sögn Lúðvíks gera menn þó allt of mikið úr þessum meinta skorti á leigubílum í miðbænum. „Það myndast auðvitað álagspunktur en hann stendur tiltölulega stutt yfir. Röðin sem myndast er yfirleitt bara á aðfaranótt sunnudagsins og stendur þá frá þrjú til svona sex. En þetta er ekkert óeðlilegt. Það eru raðir í Ríkinu á föstudögum og traffíkin á götunum eykst líka á föstudagseftirmiðdögum. Ætla Kristján Möller og félagar á Alþingi að tvöfalda göturnar í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir það?" Til skamms tíma voru verðir í leigubílaröðinni í Lækjargötu og Lúðvík segir að það hafi verið til bóta. Þeir hafi haldið röð og reglu á fólkinu sem beið eftir bíl í misgóðu ástandi. „En þessum strákum voru auðvitað borguð lúsarlaun þannig að þetta gekk ekki til lengdar. Það verður að borga mönnum sæmilega svo þeir nenni í svona vinnu." Lúðvík segir hugmyndir um að fjölga leigubílaleyfum um helgar einnig mjög varhugaverðar. Það myndi bara þýða að fleiri væru um hituna og þá myndi enn frekar draga úr líkum á því að menn nenni í bæinn á nóttunni. Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. „Ég veit ekki hvað menn ættu að vera hræddir við. Ég hef keyrt leigubíl í átta ár og lendi aldrei í vandræðum í miðbænum á nóttinni," segir Lúðvík og bætir því við að hann lenti miklu frekar í vandræðum með kúnna í úthverfum borgarinnar. „Ég held að þeir sem tala hæst um slæmt ástand í miðbænum viti einfaldlega ekkert hvað gerist á götunni." Lúðvík segir leigubílstjóra einfaldlega vera mannlega og þeir séu ekkert öðruvísi en annað fólk með það að þeir vilji helst ekki vinna næturvinnu um helgar ef þeir komast hjá því. „Ég keyri reyndar allar helgar því ég vil þjónusta þetta fólk. Flestir hugsa þetta hins vegar þannig að ef þeir þurfa ekki að keyra um helgar þá sleppa þeir því bara." Þá segir Lúðvík að gott atvinnuástand geri það að verkum að erfiðlega gangi að fá menn í afleysingar á bílana um helgar þannig að færri bílar séu á ferðinni. Að sögn Lúðvíks gera menn þó allt of mikið úr þessum meinta skorti á leigubílum í miðbænum. „Það myndast auðvitað álagspunktur en hann stendur tiltölulega stutt yfir. Röðin sem myndast er yfirleitt bara á aðfaranótt sunnudagsins og stendur þá frá þrjú til svona sex. En þetta er ekkert óeðlilegt. Það eru raðir í Ríkinu á föstudögum og traffíkin á götunum eykst líka á föstudagseftirmiðdögum. Ætla Kristján Möller og félagar á Alþingi að tvöfalda göturnar í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir það?" Til skamms tíma voru verðir í leigubílaröðinni í Lækjargötu og Lúðvík segir að það hafi verið til bóta. Þeir hafi haldið röð og reglu á fólkinu sem beið eftir bíl í misgóðu ástandi. „En þessum strákum voru auðvitað borguð lúsarlaun þannig að þetta gekk ekki til lengdar. Það verður að borga mönnum sæmilega svo þeir nenni í svona vinnu." Lúðvík segir hugmyndir um að fjölga leigubílaleyfum um helgar einnig mjög varhugaverðar. Það myndi bara þýða að fleiri væru um hituna og þá myndi enn frekar draga úr líkum á því að menn nenni í bæinn á nóttunni.
Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43