Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Gunnar Valþórsson skrifar 8. nóvember 2007 11:28 Leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. MYND/Vilhelm Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. „Ég veit ekki hvað menn ættu að vera hræddir við. Ég hef keyrt leigubíl í átta ár og lendi aldrei í vandræðum í miðbænum á nóttinni," segir Lúðvík og bætir því við að hann lenti miklu frekar í vandræðum með kúnna í úthverfum borgarinnar. „Ég held að þeir sem tala hæst um slæmt ástand í miðbænum viti einfaldlega ekkert hvað gerist á götunni." Lúðvík segir leigubílstjóra einfaldlega vera mannlega og þeir séu ekkert öðruvísi en annað fólk með það að þeir vilji helst ekki vinna næturvinnu um helgar ef þeir komast hjá því. „Ég keyri reyndar allar helgar því ég vil þjónusta þetta fólk. Flestir hugsa þetta hins vegar þannig að ef þeir þurfa ekki að keyra um helgar þá sleppa þeir því bara." Þá segir Lúðvík að gott atvinnuástand geri það að verkum að erfiðlega gangi að fá menn í afleysingar á bílana um helgar þannig að færri bílar séu á ferðinni. Að sögn Lúðvíks gera menn þó allt of mikið úr þessum meinta skorti á leigubílum í miðbænum. „Það myndast auðvitað álagspunktur en hann stendur tiltölulega stutt yfir. Röðin sem myndast er yfirleitt bara á aðfaranótt sunnudagsins og stendur þá frá þrjú til svona sex. En þetta er ekkert óeðlilegt. Það eru raðir í Ríkinu á föstudögum og traffíkin á götunum eykst líka á föstudagseftirmiðdögum. Ætla Kristján Möller og félagar á Alþingi að tvöfalda göturnar í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir það?" Til skamms tíma voru verðir í leigubílaröðinni í Lækjargötu og Lúðvík segir að það hafi verið til bóta. Þeir hafi haldið röð og reglu á fólkinu sem beið eftir bíl í misgóðu ástandi. „En þessum strákum voru auðvitað borguð lúsarlaun þannig að þetta gekk ekki til lengdar. Það verður að borga mönnum sæmilega svo þeir nenni í svona vinnu." Lúðvík segir hugmyndir um að fjölga leigubílaleyfum um helgar einnig mjög varhugaverðar. Það myndi bara þýða að fleiri væru um hituna og þá myndi enn frekar draga úr líkum á því að menn nenni í bæinn á nóttunni. Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. „Ég veit ekki hvað menn ættu að vera hræddir við. Ég hef keyrt leigubíl í átta ár og lendi aldrei í vandræðum í miðbænum á nóttinni," segir Lúðvík og bætir því við að hann lenti miklu frekar í vandræðum með kúnna í úthverfum borgarinnar. „Ég held að þeir sem tala hæst um slæmt ástand í miðbænum viti einfaldlega ekkert hvað gerist á götunni." Lúðvík segir leigubílstjóra einfaldlega vera mannlega og þeir séu ekkert öðruvísi en annað fólk með það að þeir vilji helst ekki vinna næturvinnu um helgar ef þeir komast hjá því. „Ég keyri reyndar allar helgar því ég vil þjónusta þetta fólk. Flestir hugsa þetta hins vegar þannig að ef þeir þurfa ekki að keyra um helgar þá sleppa þeir því bara." Þá segir Lúðvík að gott atvinnuástand geri það að verkum að erfiðlega gangi að fá menn í afleysingar á bílana um helgar þannig að færri bílar séu á ferðinni. Að sögn Lúðvíks gera menn þó allt of mikið úr þessum meinta skorti á leigubílum í miðbænum. „Það myndast auðvitað álagspunktur en hann stendur tiltölulega stutt yfir. Röðin sem myndast er yfirleitt bara á aðfaranótt sunnudagsins og stendur þá frá þrjú til svona sex. En þetta er ekkert óeðlilegt. Það eru raðir í Ríkinu á föstudögum og traffíkin á götunum eykst líka á föstudagseftirmiðdögum. Ætla Kristján Möller og félagar á Alþingi að tvöfalda göturnar í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir það?" Til skamms tíma voru verðir í leigubílaröðinni í Lækjargötu og Lúðvík segir að það hafi verið til bóta. Þeir hafi haldið röð og reglu á fólkinu sem beið eftir bíl í misgóðu ástandi. „En þessum strákum voru auðvitað borguð lúsarlaun þannig að þetta gekk ekki til lengdar. Það verður að borga mönnum sæmilega svo þeir nenni í svona vinnu." Lúðvík segir hugmyndir um að fjölga leigubílaleyfum um helgar einnig mjög varhugaverðar. Það myndi bara þýða að fleiri væru um hituna og þá myndi enn frekar draga úr líkum á því að menn nenni í bæinn á nóttunni.
Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43