Innlent

Ákærður fyrir að slá dyravörð á Króknum

Ákæra á hendur karlmanni fyrir árás á dyravörð á skemmistað á Sauðárkróki í maí síðastliðnum var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands vestra í gær.

Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi veist að dyraverðinum fyrir utan skemmtistaðinn Mælifell eftir að hann hafði vísað honum út af staðnum vegna óspekt. Árásarmaðurinn sló dyravörinn þungu höggi í höfuðið þannig að dyravörðurinn féll aftur fyrir sig og hlaut mar á höfði, eymsli á bak við vinstra eyrað og bólgu og eymsli yfir klettabeini vinstra megin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×