Ekki er búist við að Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánar geri margar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Íslendingum annað kvöld. Þó er víst að þeir Sergio Ramos og Carles Puyol komi í lið Spánar í hægri hluta varnarinnar.
Þá er óvíst hvort hann láti Andrés Iniesta halda sinni stöðu á hægri kantinum og setji annað hvort Cesc Fabregas eða Xabi Alonso í þá stöðu.
Fernando Morientes og David Villa verða sem fyrr í framlínunni og Xavi fyrir aftan þá á miðjunni.