Spánverjar ætla að bræða Íslendinga 27. mars 2007 18:51 Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun. Þrátt fyrir litla möguleika á hagstæðum úrslitum fyrir Ísland, eru veikir hlekkir í spænska liðinu. Spánverjar lögðu Dani á laugardaginn en þrátt fyrir sigurinn er landsliðsþjálfari Spánverja, Luis Aragones langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna og forðast bjartsýni fyrir leikinn á morgun. Aragones segir leikmenn sína hafa orðið taugaveiklaða þegar Danir minnkuðu muninn, manni færri. Hann gerði sér lítið fyrir og nafngreindi í blaðaviðtali, tvo af leikmönnum sínum sem honum fannst ekki standa sig. Benti hann sérstaklega á Andres Iniesta leikmann Barcelona og Xabi Alonso hjá Liverpool fyrir að missa boltann óvenju oft til mótherjanna. En það verður að segjast eins og er að líkurnar á hagstæðum úrslitum gegn Spánverjum eru ekki miklar eins og stuðlarnir hjá evrópskum veðbönkum vitna um. Veðbankinn bet365, nítjánfaldar peninginn sem lagður er undir á íslenska sigur, stuðullinn á jafntefli er 7.50 en spænskur sigur hækkar fjárhæðina ekki nema um tólf hundruðustu. Hjá Betson er stuðullinn 25 á íslenskan sigur, Eurobet sautjánfaldar upphæðina sem og William Hill veðbankinn og á Lengjunni er stuðulinn rétt undir 10. En dagblöðin á Spáni hafa áhyggjur af landsliðinu sínu eftir frammistöðuna gegn Dönum og ekkert dagblað heldur því beinlínis fram að auðveldur sigur vinnist gegn Íslendingum. Í El Mundo Deportivo segir að Spánverjar hafi litið hræðilega út gegn Dönum sem hafi séð í gegnum alla veikleika heimamanna. Sport segir að leikurinn hafi skilið eftir vont eftirbragð og allt of marga hluti þurfi að laga. Þá viðurkenndi frmaherjinn David Villa í viðtali við Marca að svo virtist sem liðið þjáðist af sviðsskrekk. Það eru aðeins yfirvöld á Mæjorka, þar sem leikurinn fer fram, sem sýna sigurvissu. Í auglýsingaherferð sem þar stendur yfir til að lokka að ferðalanga í tengslum við leikinn, segir í slagorði, "Við ætlum að bræða Íslendingana í hitanum." Leikurinn hefst klukkan átta annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn. Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun. Þrátt fyrir litla möguleika á hagstæðum úrslitum fyrir Ísland, eru veikir hlekkir í spænska liðinu. Spánverjar lögðu Dani á laugardaginn en þrátt fyrir sigurinn er landsliðsþjálfari Spánverja, Luis Aragones langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna og forðast bjartsýni fyrir leikinn á morgun. Aragones segir leikmenn sína hafa orðið taugaveiklaða þegar Danir minnkuðu muninn, manni færri. Hann gerði sér lítið fyrir og nafngreindi í blaðaviðtali, tvo af leikmönnum sínum sem honum fannst ekki standa sig. Benti hann sérstaklega á Andres Iniesta leikmann Barcelona og Xabi Alonso hjá Liverpool fyrir að missa boltann óvenju oft til mótherjanna. En það verður að segjast eins og er að líkurnar á hagstæðum úrslitum gegn Spánverjum eru ekki miklar eins og stuðlarnir hjá evrópskum veðbönkum vitna um. Veðbankinn bet365, nítjánfaldar peninginn sem lagður er undir á íslenska sigur, stuðullinn á jafntefli er 7.50 en spænskur sigur hækkar fjárhæðina ekki nema um tólf hundruðustu. Hjá Betson er stuðullinn 25 á íslenskan sigur, Eurobet sautjánfaldar upphæðina sem og William Hill veðbankinn og á Lengjunni er stuðulinn rétt undir 10. En dagblöðin á Spáni hafa áhyggjur af landsliðinu sínu eftir frammistöðuna gegn Dönum og ekkert dagblað heldur því beinlínis fram að auðveldur sigur vinnist gegn Íslendingum. Í El Mundo Deportivo segir að Spánverjar hafi litið hræðilega út gegn Dönum sem hafi séð í gegnum alla veikleika heimamanna. Sport segir að leikurinn hafi skilið eftir vont eftirbragð og allt of marga hluti þurfi að laga. Þá viðurkenndi frmaherjinn David Villa í viðtali við Marca að svo virtist sem liðið þjáðist af sviðsskrekk. Það eru aðeins yfirvöld á Mæjorka, þar sem leikurinn fer fram, sem sýna sigurvissu. Í auglýsingaherferð sem þar stendur yfir til að lokka að ferðalanga í tengslum við leikinn, segir í slagorði, "Við ætlum að bræða Íslendingana í hitanum." Leikurinn hefst klukkan átta annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn.
Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn