AFL segir GT verktaka hafa hótað og mútað erlendum verkamönnum 7. október 2007 19:34 Sverrir Mar Albertsson Í tilkynningu frá starfsgreinafélagi Austurlands, AFL, er því haldið fram að starfsmenn GT verktaka hafi í morgun hótað verkamönnum sem unnið hafa fyrir fyritækið undanfarið. Í tilkynningunni er því haldið fram að starfsmenn GT verktaka, eða samstarfsaðila þeirra, hafi í morgun gengið á fund þrettán verkamanna sem hafa haldið því fram að hafa fengið of lág laun fyrir vinnu sína, og hótað þeim öllu illu þekkist þeir ekki tilboð um að fara úr landi. Þá er því einnig haldið fram að mönnunum hafi verið boðið vín og peningar til að láta framburði sína niður falla og halda úr landi. Tíu af þessum þrettán verkamönnum er sagðir hafa þekkst þetta boð og haldið suður í dag og bíði nú þess að fara úr landi. Lögmaður AFL hefur kært málið til lögreglu. Framkvæmdastjóri AFL, Sverrir Albertsson, býst við því að afskiptum félagsins af þeim mönnum sem hafi farið suður sé lokið. Síðustu fregnir hans af verkamönnunum voru frá Keflavík þar sem hann segir að mennirnir séu nú, peningalausir og svangir. "Vínið hafa þeir fengið, en peningana ekki," segir Sverrir. Hann segir að bæst hafi í hóp þeirra manna sem tilkynnt hafi lögleg vinnubrögð GT verktaka við launagreiðslur og í þeim hóp sé hugur, samstaða og ekkert fararsnið. "Þeir segjast tilbúnir að vera hér fleiri mánuði og koma þessu máli í höfn," segir Sverrir en AFL mun sjá um uppihald þeirra á meðan því stendur. Ekki náðist í neinn frá GT verktökum við vinnslu þessarar fréttar, Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í tilkynningu frá starfsgreinafélagi Austurlands, AFL, er því haldið fram að starfsmenn GT verktaka hafi í morgun hótað verkamönnum sem unnið hafa fyrir fyritækið undanfarið. Í tilkynningunni er því haldið fram að starfsmenn GT verktaka, eða samstarfsaðila þeirra, hafi í morgun gengið á fund þrettán verkamanna sem hafa haldið því fram að hafa fengið of lág laun fyrir vinnu sína, og hótað þeim öllu illu þekkist þeir ekki tilboð um að fara úr landi. Þá er því einnig haldið fram að mönnunum hafi verið boðið vín og peningar til að láta framburði sína niður falla og halda úr landi. Tíu af þessum þrettán verkamönnum er sagðir hafa þekkst þetta boð og haldið suður í dag og bíði nú þess að fara úr landi. Lögmaður AFL hefur kært málið til lögreglu. Framkvæmdastjóri AFL, Sverrir Albertsson, býst við því að afskiptum félagsins af þeim mönnum sem hafi farið suður sé lokið. Síðustu fregnir hans af verkamönnunum voru frá Keflavík þar sem hann segir að mennirnir séu nú, peningalausir og svangir. "Vínið hafa þeir fengið, en peningana ekki," segir Sverrir. Hann segir að bæst hafi í hóp þeirra manna sem tilkynnt hafi lögleg vinnubrögð GT verktaka við launagreiðslur og í þeim hóp sé hugur, samstaða og ekkert fararsnið. "Þeir segjast tilbúnir að vera hér fleiri mánuði og koma þessu máli í höfn," segir Sverrir en AFL mun sjá um uppihald þeirra á meðan því stendur. Ekki náðist í neinn frá GT verktökum við vinnslu þessarar fréttar,
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira