Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung 30. júlí 2007 11:55 Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. Næstu mánaðamót eru óvissumánaðamót hjá mörgum. Þá kemur í ljós hvað og hvort eitthvað dettur inn á bankareiknginn af barnabótum, vaxtabótum eða ofgreiddum sköttum. En strax í dag klukkan fjögur getur fólk nálgast álagningarseðil ársins á heimasíðu skattsins, skattur.is. Álagningarseðlarnir verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. Samkvæmt tölum frá Fjármálaráðuneytinu hefur framteljendum aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára, eða um rösklega 12.500 manns. Samtals greiða tæplega 254 þúsund einstaklingar skatta á þessu ári. Alls fær hið opinbera 185,5 milljarða í kassann, þar af fara rífir 87 milljarðar til sveitarfélaganna. Niðurstaðan er að mestu leyti eins og við var búist nema áætlaður fjármagnstekjuskattur sem hækkar um tæplega 34%, nemur nú 16,3 milljörðum króna, og er greiddur af níutíu og þremur þúsund einstaklingum. Það þýðir að yfir þriðjungur skattgreiðenda borgar fjármagnstekjuskatt. Um helmingur af fjármagnstekjunum kemur af söluhagnaði. Þá vaxa eignir heimilanna um 15% en skuldir um liðlega 21%. Útgreiddar barnabætur vaxa um 1,4 milljarða miðað við í fyrra og þeim sem njóta bótanna fjölgar um tæp 15 prósent. Um fimmtíuþúsund manns fá svo vaxtabætur um mánaðamótin og eru meðalbætur 106 þúsund krónur. Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. Næstu mánaðamót eru óvissumánaðamót hjá mörgum. Þá kemur í ljós hvað og hvort eitthvað dettur inn á bankareiknginn af barnabótum, vaxtabótum eða ofgreiddum sköttum. En strax í dag klukkan fjögur getur fólk nálgast álagningarseðil ársins á heimasíðu skattsins, skattur.is. Álagningarseðlarnir verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. Samkvæmt tölum frá Fjármálaráðuneytinu hefur framteljendum aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára, eða um rösklega 12.500 manns. Samtals greiða tæplega 254 þúsund einstaklingar skatta á þessu ári. Alls fær hið opinbera 185,5 milljarða í kassann, þar af fara rífir 87 milljarðar til sveitarfélaganna. Niðurstaðan er að mestu leyti eins og við var búist nema áætlaður fjármagnstekjuskattur sem hækkar um tæplega 34%, nemur nú 16,3 milljörðum króna, og er greiddur af níutíu og þremur þúsund einstaklingum. Það þýðir að yfir þriðjungur skattgreiðenda borgar fjármagnstekjuskatt. Um helmingur af fjármagnstekjunum kemur af söluhagnaði. Þá vaxa eignir heimilanna um 15% en skuldir um liðlega 21%. Útgreiddar barnabætur vaxa um 1,4 milljarða miðað við í fyrra og þeim sem njóta bótanna fjölgar um tæp 15 prósent. Um fimmtíuþúsund manns fá svo vaxtabætur um mánaðamótin og eru meðalbætur 106 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira