Innlent

Fulltrúi Landsbjargar til Ghana

Gísli Rafn Ólafsson.
Gísli Rafn Ólafsson.

Gisli Rafn Ólafsson, Slysavarnafélagi Landsbjargar, er nú á leið til Ghana til þess að aðstoða stjórnvöld í að meta umfang mikilla flóða sem þar hafa verið undanfarið. Gísli og félagar hans munu skoða aðstæður á vettvangi og samhæfa viðbrögð alþjóðasamfélagsins auk þess að styðja við bakið á almannavörnum landsins.

Gísli er fulltrúi Landsbjargar í UNDAC (United Nations Disaster Assessment and Coordination) teymi Sameinuðu Þjóðanna sem hefur verið kallað út vegna flóðanna í Vestur-Afríku. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ástandið sé sérstaklega slæmt í Ghana, þar sem um 275 þúsund manns eru á vergangi. „Talið er að um 20 manns hafi þegar látist í flóðunum og að um 20 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð.

Flóðin hafa einnig valdið skaða í nágrannaríkjunum Tógó og Burkina Faso og er líklegt að UNDAC teymið kanni einnig aðstæður þar," segir í tilkynningunni.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur átt fulltrúa í UNDAC teyminu síðan 1999 og er þetta fjórða útkallið sem fulltrúar félagsins hafa tekið þátt í að því er kemur fram í tilkynningunni. Í dag eru fimm sérþjálfaðir UNDAC liðar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar reiðubúnir til útkalls.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×