Tveggja barna móðir opnar sjávardýragarð á Ísafirði 9. júní 2007 08:00 Lísbet er skráð sem skemmtikraftur í símaskránni en segir það hafa verið gert í gríni. Mynd/Smári Karlsson „Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðingarorlofi. Síðast þegar ég var í fæðingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lísbet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1800 lítra fiskabúr, er staðsettur utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræðunum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísafjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barnavernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígulker og barbapabba, sem er eitthvað bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“ Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðingarorlofi. Síðast þegar ég var í fæðingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lísbet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1800 lítra fiskabúr, er staðsettur utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræðunum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísafjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barnavernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígulker og barbapabba, sem er eitthvað bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira