Innlent

Sýkna og sakfelling í Héraðsdómi Austurlands

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður.

Dómur féll í tveimur líkamsárásarmálum í Hérðasdómi Austurlands í dag.

Í fyrra málinu var 19 ára karlmaður sýknaður af ákærum um að hafa skallað mann í andlitið fyrir utan dansleik sem haldin var í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði síðasta sumar.

Ákærði var sýknaður þar sem bæði hann og maðurinn sem hann átti að hafa skallað muna lítið sem ekkert eftir kvöldinu sem líkamárásin átti að hafa gerst.

Aðeins bar eitt vitni um að árásin hafi átt sér stað en hún mún lítið eftir atvikinu og var auk þess vinkona hins meinta fórnarlambs.

Í hinu málinu var 23 ára karlmaður dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í síðu liggjandi manns sem haldið var niðri af öðrum á Reyðarfirði þann 1. apríl síðastliðinn. Ákærði játaði sök í málinu en í dómsorði segir að árásin og afleiðingar henanr hafi ekki verið alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×