Krafturinn á Klais í kvöld 15. ágúst 2007 05:45 Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira