Innlent

Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas

Minningarvaka á Geirsnefi
Minningarvaka á Geirsnefi MYND/Rósa
Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í kvöld þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum.

Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur.

Á Geirsnefi var kertum og blómum raðað í kringum ljósastaur sem nafn Lúkasar hafði verið letrað á. Fólk var þarna saman komið með hundana sína og felldu margir tár.

Einnig var haldin kertavaka hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og á fleiri stöðum á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×