Yfirvöld í Súdan og Sameinuðu þjóðirnar skýrðu í dag frá samkomulagi sem að hefði náðst um að auðvelda aðgang hjálparsveita að flóttamönnum í Darfur héraði Súdan. Sagt var frá þessu á sama tíma og sérstakur yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, John Holmes, var á ferðalagi um flóttamannabúðir í Chad, nágrannaríki Súdan. Þar átti hann í viðræðum við ættbálkahöfðingja á svæðinu sem og fólk sem býr í búðunum.
Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við stjórnvöld í Chad um að setja friðargæsluliða á landamæri ríkjanna til þess að koma í veg fyrir að vígamenn stjórnvalda í Súdan hrelli fólkið enn frekar. Sameinuðu þjóðirnar og hinir ýmsu mannréttindahópar sem starfa í Darfur hafa ítrekað kvartað við yfirvöld í Súdan vegna þeirra aðstæðna sem þeir þurfa að vinna við og vara við því að ef ekkert verður gert þá eigi ástandið eftir að versna til muna.